fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Bensínlykilsþjófur sendi skuggalegar hótanir – „Ég buffa þig og þennan drulludela“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júní 2023 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp yfir manni í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. júní vegna nokkurra brota og kveður þar helst að annars vegar misferli með bensínlykil og hins vegar ógnvekjandi textaskilaboðum.

Maðurinn var sakaður um að hafa stolið bensínlykli í desember árið 2020 og notað lykilinn óspart í nokkra daga. Tók hann út bensín fyrir samtals 41.725 krónur.

Á svipuðu tímabili er hann sakaður um að hafa send konu mörg ógnverkjandi skilaboð þar sem hann hótaði henni og unnusta hennar ofbeldis. Eftirfarandi skilaboð eru tilgreind í dómnum:

„Ég buffa þig og þennan drulludela“

„Þú helvítis tussa ég bíð eftir ykkur“

,,Stúta smettinu á honum“

,,Ég bíð eftir þér hóra, drep hann“

,,Stúta honum“

„Þú þarna egóistinn þinn ég rústa þér“

Segir í ákæru að ummælin hafi verið til þess fallin að vekja konunni ótta um líf sitt og unnusta hennar, heilbrigði og velferð þeirra.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi og til að greiða konunni sem hann hótaði 150 þúsund krónur í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni