fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að við munum fljótlega vakna upp við myndir af logandi rússneskum baksvæðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. maí 2023 04:14

Frá árás Úkraínumanna á Saki flugvöllinn á Krím á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta haust ákvað Sergei Surovikin, yfirmaður rússneska innrásarhersins í Úkraínu, að tekin skyldi upp svokölluð 100 km regla hjá hernum. Í henni felst að allar skotfæra- og eldsneytisgeymslur eiga að vera að minnsta kosti 100 km frá víglínunum. Þetta var gert til að halda þeim utan skotfæris HIMARS-flugskeytakerfisins sem Úkraínumenn ráða yfir.

En þessi 100 km regla er ekki mikils virði núna. Ástæðan er að síðasta fimmtudag tilkynnti Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, breska þinginu að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að verða við ósk Úkraínumanna um að fá langdræg flugskeyti.

Hann sagði að Úkraínumenn myndu fljótlega, eða hefðu kannski nú þegar, fengið Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum.

Þetta eru stýriflaugar sem er skotið frá flugvélum. Þær eru með öfluga sprengiodda, eru byggð á „stealth“ tækni (sem gerir ratsjám erfitt fyrir við að sjá þær) og geta dregið um 300 kílómetra með óhugnanlega mikilli nákvæmni við að finna skotmark sitt.

Þessar stýriflaugar geta því náð til svæða langt að baki víglínanna, svæða sem hafa verið örugg gagnvart úkraínskum árásum til þessa.

Jótlandspósturinn hefur eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðingi hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum starfsmanni leyniþjónustu danska hersins, að Storm Shadow stýrflaugarnar geti skipt sköpum fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínumanna.

„Þetta breytir miklu. Héðan í frá geta Úkraínumenn náð til rússneska baklandsins þar sem birgðageymslur, lagerar og flutningsleiðir eru. Þeir geta ekki lengur falið sig í 100 km fjarlægð. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir Úkraínumenn að fá þær núna. Möguleikinn á að veikja rússnesku birgðalínurnar mun auka líkurnar á að úkraínska gagnsóknin heppnist vel,“ sagði hann.

Ben Wallace skýrði ekki frá hversu margar Storm Shadow flaugar verða sendar til Úkraínu en talið er að Bretar eigi 700-1.000 slíkar. Hann var líka ónákvæmur varðandi það hvort stýriflaugarnar séu nú þegar komnar til Úkraínu.

Jacob Kaarsbo sagðist ekki verða hissa ef þær séu nú þegar komnar til Úkraínu. „Ég get vel ímyndað mér að þegar við vöknum á næstu dögum eða kannski á morgun, þá sjáum við myndir af logandi skotfærageymslum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“