fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Boris Bjarni Akbachev látinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 07:28

Boris Bjarni Akbachev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Bjarni Akbachev, sem markaði djúp spor í handboltasögu Íslands, er látinn 89 ára að aldri.

Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til þess að þjálfa Valsmenn í tvö ár og gaf strax þá ungum og efnilegum leikmönnum eins og Valdimar Grímssyni, Jakobi Sigurðssyni, Júlíus Jónassyni og Geir Sveinssyni tækifæri.

Sjö árum síðar, árið 1989,  kom Boris aftur til Íslands til að þjálfa og settist hér að í kjölfarið. Hann þjálfaði Val en var einnig aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið en undir þeirra stjórn náði íslenska landsliðið 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan. Hjá Val kom hann meðal annars að þjálfun Dags Sigurðssonar og Ólafs Stefánssonar sem eins og fleiri íslenskir handboltamenn hafa lýst því hversu gríðarlega mikil áhrif Boris Bjarni hafði þá þróun þeirra, bæði innan og utan vallar.

Bor­is fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt árið 1997 og tók þá upp nafnið Bjarni. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag