fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Ragnar Freyr: „Við þurfum starfsfólk meira en við þurfum stafsetningarkunnáttu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 16:00

Ragnar segir að þær hindranir sem mæta Brittany veki furðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef unnið með Brittany síðustu vikur og það vekur furðu þær hindranir sem lagðar eru fyrir hana til að hljóta starfsleyfi á Íslandi,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir um mál hinnar kanadísku Brittany Gould.

Fjallað var um mál hennar í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi en Brittany, sem er lærður hjúkrunarfræðingur, hefur mætt ýmsum hindrunum við að sækja um starfsleyfi hér á landi.

Hún flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum í desember og sótti um svipað leyti um leyfi til að starfa hér sem hjúkrunarfræðingur. Nú, um fjórum mánuðum síðar, bíður Brittany enn og á meðan hefur hún einungis leyfi til að starfa sem aðstoðarmaður.

Í viðtali við RÚV lýsti Brittany því að hún hafi skilað til embættis landlæknis hátt í eitt hundrað blaðsíðum af gögnum. Gögnin eru svo send til Háskóla Íslands sem leggur mat á þau og ítrekað sé beðið um frekari gögn.

Mikil vöntun hefur verið á hjúkrunarfræðingum hér á landi og því kemur það sér illa þegar vel menntaðir einstaklingar í sínu fagi, líkt og Brittany, þurfa að bíða lengi skriffinnskunnar vegna.

Brittany útskrifaðist frá Háskólanum í Alberta árið 2015 sem er enn besti háskóli í heimi. Hún starfaði á einni stærstu bráðamóttöku Kanada eftir útskrift og er til að mynda sérhæfð í meðhöndlun á skotáverkum.

Ragnar Þór gerði mál hennar að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann sagði að gera þurfi Ísland meira aðlaðandi fyrir erlent starfsfólk – og íslenskt líka.

„Einhver fugl hvíslaði að mér að okkur vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa! Hef unnið með Brittany síðustu vikur og það vekur furðu þær hindranir sem lagðar eru fyrir hana til að hljóta starfsleyfi á Íslandi. Þetta hlýtur að vera hægt að laga,“ sagði Ragnar Freyr.

DV freistaði þess að ná tali af Ragnari við vinnslu fréttarinnar en náði ekki sambandi við hann.

Í athugasemdum var hann spurður að því hvort ráða ætti hjúkrunarfræðing eða lækni sem talar ekki íslensku. Því svaraði Ragnar svona:

„Hún lærði hjúkrun. Hún lærir íslensku. Fjöldi heilbrigðisstarfmanna í dag talar ensku á meðan það er að læra íslensku. Við þurfum starfsfólk meira en við þurfum stafsetningarkunnáttu og íslenska málfræði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs