fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Páll timbursali bar vitni í örlagaþrungnu máli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Jónsson, 67 ára gamall timbursali með meiru, bar í morgun vitni í sakamáli sem varðar innflutning á tæplega 100 kg af kókaíni. Um er að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar.

Dómari í málinu gaf út af fréttaflutningur af vitnaleiðslum sé óheimill þar til þeim er lokið. 

Vitnaleiðslur munu standa næstu daga enda er málið gífurlega umfangsmikið og flókið. Sakborningarnir fjórir hafa setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár, að miklu leyti í einangrun. Auk sakborninganna fjögurra bera fjölmargir lögreglumenn vitni og um tugur lögreglumanna sitja réttarhöldin í dag. Réttarhöldin standa í allan dag og verður þeim síðan fram haldið á mánudaginn.

Sakborningar auk Páls eru þeir Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson. Fíkniefnin voru flutt í trjádrumbum í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og harðviður, frá Brasilíu. Áður en efnin komu til landsins voru þau gerð upptæk af lögreglu í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Það voru því ekki fíkniefni sem komu með gámi hingað til lands í ágústmánuði 2022 heldur gerviefni, en sakborningarnir og samverkamenn þeirra töldu sig vera að meðhöndla kókaín.

Timbursalinn Páll Jónsson er fæddur árið 1955.  Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í um hálft ár, þar af stóran hluta í einangrun. Hinir sakborningarnir í málinu eru miklu yngri, fæddir á árabilinu 1992-1995.

Ljóst er af málavöxtum að aðrir aðilar en þessi fjórir hafa komið að málinu og fjármagnað fíkniefnakaupin, aðilar sem hafa ekki verið ákærðir og líklegt er að þeirra þáttur í málinu fáist ekki sannaður.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi – Réttarhöld yfir fjórmenningunum hafin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða