Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát karlmanns áttræðisaldri, sem missti meðvitund í heitum potti í Breiðholtslaug í Reykjavík laugardaginn 10. desember síðastlinn. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 15.13, en þegar hún kom á vettvang voru endurlífgunartilraunir þegar hafnar.
Maðurinn var hreyfihamlaður og hafði að öllum líkindum legið meðvitundarlaus í pottinum í þrjár mínútur þegar sundlaugagestur kom að honum. Maðurinn var fluttur á Landspítalann, en var úrskurðar látinn síðar um daginn.
Talsverð umræða hefur skapast um slysið og hefur því verið haldið fram að banaslys eigi ekki að eiga sér stað í sundlaugum með réttu verklagi.
Lögregla hefur rannsakað slysið og skoðað eftirlitsmyndavélar í þaula en í tilkynningu er nú óskað eftir því að ná tali af sundlaugargestum sem voru á vettvangi þegar slysið átti sér stað og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið r2a@lrh.is