fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Grunaður um líkamsárás og hótanir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í Mosfellsbæ. Hann er grunaður um líkamsárás, hótanir og brot á reglugerð um skotelda. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn á fyrsta tímanum í nótt. Hann var mjög æstur og hafði haft í hótunum við fólk. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholti var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í stigagangi fjölbýlishúss á þriðja tímanum. Hann var ekki velkominn þar og fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Miðborginni var brotist inn í verslun. Tilkynnt var um innbrotið klukkan 03.30. Hurð hafði verið spennt upp og sjóðvél stolið.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með meint fíkniefni í fórum sínum.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á níunda tímanum í gærkvöldi. Hraði bifreiðar hans mældist 143 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum