fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Hörður Snapchatperri áfram í gæsluvarðhaldi – Sleppur mögulega út degi fyrir 66 ára afmæli sitt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2022 20:08

Hörður og einn af prófílunum hans á Snapchat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum 65 ára gamla Herði Sigurjónssyni Snapchatperra. Hörður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 16 stúlkum en sú yngsta er aðeins 11 ára gömul. Rétt er að geta þess að hann hefur ætíð neitað sök

Í viðtali við DV síðasta sumar sagðist Hörður aðeins ætla að hafa samskipti við 18 ára gamlar stúlkur og því væri það á ábyrgð foreldra að hleypa börnum sínum, undir lögaldri, á samfélagsmiðla. Lesa má viðtalið við Hörð hér.

Hörður er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður en árið 2006 gekk hann í tálbeitugildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss og var meðal karlmanna sem vildu hitta 13 ára stúlku. Árið 2009 var hann síðan handtekinn vegna stórfellds fíkniefnasmygls í Argentínu.

„Hver er ábyrgð foreldra í þessu þjóðfélagi varðandi það að láta börnum sínum í té tæki til að nota á samskiptamiðlum og láta það algjörlega átölulaust að þau séu á einhverju Snapchatti?“ segir Hörður í áðurnefndu viðtali.

Hörður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9 desember síðastliðnum og í úrskurði Landsréttar, sem birtur var fyrr í dag, er staðfest að hann skuli sæta gæsluvarðahaldi til 20. júní. Degi síðar fagnar Hörður svo 66 ára afmæli sínu.

Þann 2. mars síðastliðinn Hörður  ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu stúlkum með því að hafa sent þeim skilaboð af kynferðislegum toga gegnum Snapchat. Þann 29. sama mánaðar var hann svo ákært fyrir brot gegn sjö stúlkum en ein þeirra kom fyrir í báðum ákærum. Alls eru meint fórnarlömb Harðar því sextán talsins eins og áður segir.

Rök Landsréttar fyrir áframhaldandi gæsluvarðahaldi er að miklar líkur eru á að Hörður muni halda háttsemi sinni áfram verði hann látinn laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“