fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segir flóðbylgju brottvísana fram undan – Ómannúðlegt segir Magnús

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 09:00

Flóttamannabúðir í Grikklandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa að mestu legið niðri í tvö ár eru brottvísanir hælisleitenda hafnar. Magnús M. Norðdahl, lögmaður, segir að lögreglan einbeiti sér nú að þeim hælisleitendum sem standi til að senda til Grikklands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að um nokkuð stóran hóp flóttamanna sé að ræða, eða á þriðja tug eins og staðan er núna en fljótlega gætu margir fleiri bæst við. Haft er eftir Magnúsi að ferlið hafi farið af stað í byrjun vikunnar.

Stoðdeild lögreglunnar staðfesti við Fréttablaðið að hömlur vegna bólusetningakröfu væru nú úr sögunni og flutningar því að hefjast á nýjan leik.

„Umbjóðendur mínir hafa fengið símtöl undanfarna daga með tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd brottvísunar,“ er haft eftir Magnús sem sagði einnig að í sumum tilvikum sé um fólk að ræða sem hefur verið hér í töluvert langan tíma og fest rætur. Meðal annars sé kona, sem er gengin átta mánuði, í þessum hópi. Hann sagði ómannúðlegt að vísa fólki til Grikklands: „Aðstæður þar fyrir flóttafólk eru algjörlega óásættanlegar og margir sem hafast við á götunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“