fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Ölvaður ökumaður rafhjóls slasaðist – Grunaður um peningaþvætti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 06:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær missti ökumaður rafhjóls stjórn á hjólinu á göngustíg í Grafarvogi. Að sögn vitnis var hann á mikilli ferð þegar þetta gerðist. Hann hafnaði á handriði við göngustíginn. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli hans. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Á sjöunda tímanum var maður handtekinn í Hlíðahverfi, grunaður um vörslu fíkniefna og peningaþvætti. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 22 voru tveir menn handteknir í Hlíðahverfi. Þeir voru akandi. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og vörslu/sölu fíkniefna. Farþegi er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á áttunda tímanum voru afskipti höfð af manni í Hlíðahverfi sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt á vettvangi.

Um klukkan þrjú var lögreglan beðin um aðstoð við að vísa óvelkomnum manni úr íbúð í Hlíðahverfi. Hann var í mjög annarlegu ástandi og neitaði að yfirgefa íbúðina. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Við leit á honum fundust ætluð fíkniefni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði og Garðabæ bar það hels til tíðinda að eldur kom upp við yfirgefna skólabyggingu á níunda tímanum. Kveikt hafði verið í rúmdýnu sem var á skólalóðinni. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Á Heiðmerkurvegi í Garðabæ lenti bifreið utan vegar skömmu fyrir klukkan 23. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl þeirra sem voru í bifreiðinni. Dráttarbifreið flutti bifreiðina af vettvangi.

Í Kópavogi bar það helst til tíðinda að afskipti voru höfð af manni einum á sjötta tímanum í gær en hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Um klukkan 19 voru afskipti höfð af öðrum manni sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Það mál var afgreitt á vettvangi.

Í Breiðholti var ökumaður handtekinn á níunda tímanum, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í Árbæ voru afskipti höfð af manni vegna vörslu fíkniefna.

Í Grafarvogi varð klórmengun í gufubaði sundlaugar á níunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkralið hlúði að fólki á vettvangi og fimm voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Í gær

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot