fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Sveinn Rúnar þarf að greiða hátt í 400 milljóna króna sekt – Þrif og ræstivörur í fullum rekstri þrátt fyrir gjaldþrot og skattsvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 17:00

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Rúnar V Pálsson var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra, þann 25. október, fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækisins Þrif og ræstivörur. Hins vegar var fallið frá ákæru um peningaþvætti.

Sveinn Rúnar var ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti við rekstur einkahlutafélagsins L1007, sem áður hét Þrif og ræstivörur. Þrif og ræstivörur eru núna í fullum rekstri á Akureyri undir nýrri kennitölu og starfar Sveinn Rúnar þar.

Sveinn Rúnar var daglegur stjórnandi fyrirtækisins sem varð gjaldþrota, var með prókúru og skráður varamaður í stjórn þess fram til 2019 en varð síðan framkvæmdastjóri félagsins. Honum er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir rekstrarárin 2016, 2017 og 2018, samtals 203.562.442 kr.

Hann var jafnframt sakaður um að hafa aflað félaginu ávinnings að þessari sömu fjárhæð, nýtt ávinninginn í þágu hlutafélagsins, en það flokkast undir peningaþvætti. Eins og áður segir var fallið frá þessum hluta ákærunnar fyrir dómi.

Sveinn Rúnar játaði skýlaust sök hvað varðar þann hluta ákærunnar sem eftir stóð, um skattsvik. Var hann sakfelldur og dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða risaháa sekt, 386.959.976 kr., í ríkissjóð. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins þarf hann að sitja í eitt ár í fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu