fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Fjarlægðu færslu Bjarna Frímanns um Sinfóníuhljómsveitina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. október 2022 12:25

Bjarni Frímann Bjarnason - Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Frímann Bjarnason, tónlistarmaður, hljómsveitarstjórnandi og tónskáld, þakkar vinum sínum á Facebook fyrir stuðninginn eftir að hann steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hann sagði Árna Heimi Ingólfsson hafa beitt sig þegar hann var unglingur.

Sjá einnig: „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“

Bjarni steig fram í færslu á Facebook í síðustu viku en samfélagsmiðillinn hefur nú fjarlægt færsluna fyrir að brjóta gegn reglum miðilsins.

„Kæru vinir. Um leið og ég þakka ykkur fyrir miklar undirtektir og stuðning við færsluna mína um samskipti mín og Sinfóníuhljómsveitarinnar vil ég láta vita að stjórnendur Facebook hafa gert sér lítið fyrir og fjarlægt færsluna. Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Facebook gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „violates community standards.“

Ég hef að sjálfsögðu krafið Facebook frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur aðgengilega án árangurs. Ef einhver sem sér þessar línur getur bent mér á mögulegar leiðir til þess að koma færslunni aftur á sinn stað þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi,“ segir Bjarni.

„Og úr því að ég er búinn að setja í þessar línur vil ítreka þakkir mínar og taka undir með þeim sem látið hafa í ljós vonbrigði sín með viðbrögð Sinfó. Það er ekki ólíklegt að ég svari fyrir mig á opinberum vettvangi síðar.“

Það má enn lesa afrit af færslu hans í frétt DV um málið.

DV greindi frá því í vor að starfsmaður Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi sagt upp störfum í skugga ásakana um kynferðisofbeldi en sá maður er Árni Heimir. Þá hefur DV ennfremur fjallað um að meðlimi sveitarinnar hafi verið sagt upp í sumar eftir að hafa áður verið settur í leyfi vegna ásakana á hendur honum um áreitni og ofbeldi.

Sjá einnig: Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum