fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2022 12:00

IKEA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og karl voru sakfelld þann 30. september síðastliðinn, fyrir Héraðsdómi Reykjaness, fyrir margendurtekin fjársvik í IKEA.

Athæfi parsins var með þeim hætti að þau fóru í innkaupaferðir í IKEA-verslunina, afgreiddu sig sjálf á sjálfsafgreiðslukassa en settu röng strikamerki á vörurnar og keyptu þær þannig á margföldum afslætti.

Í dómnum eru tilgreindar fimm slíkar innkaupaferðir og meðal þess sem parið festi kaup á voru húsgögn, handklæði, rúmföt, lampar, veggljós og margt fleira.

Í fyrstu tilgreindu innkaupaferðinni keypti parið vörur að verðmæti 148 þúsund krónur á 4.500 krónur. Í annarri innkaupaferðinni voru vörur fyrir 31.000 krónur keyptar á rúmlega 3.000. Í þeirri þriðju keyptu þau vörur að andvirði 36.485 kr. fyrir aðeins 6.785 kr. Í fjórðu ferðinni voru keyptar vörur fyrir rúmlega 24.000 krónur á hálfvirði. Í fimmtu ferðinni voru vörur fyrir tæplega 60.000 krónur keyptar á innan við fimm þúsund krónur.

Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og jafnframt var upplýst að þau hafa ekki gerst áður brotleg við lög.

Konan hafði sig meira í frammi en maðurinn í þessum sérstæðu innkaupum og hlaut 60 daga skilorðsbundið fangelsi en hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“