fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ari Edwald kominn í leyfi eftir frásögn Vítalíu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 13:06

Ari Edwald

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefur óskað eftir því að fara í leyfi í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Ísey útflutnings, segir í samtali við Stundina, sem greindi fyrst frá, að Ari hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi.

Fyrir tveimur dögum síðan steig Vítalía fram í hlaðvarpsþættinum og greindi frá ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan hún átti í ástarsambandi við þjóðþekktan mann. Sakaði hún fleiri þjóðþekkta menn um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í heitum potti sumarbústaðaferð í desember árið 2020.

Vítalía sagði í þættinum að í heita pottinum hafi verið brotið á henni. Hún segir til að mynda að puttum hafi verið troðið í hana og að þetta hafi farið langt yfir öll mörk.

„Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvað þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði hún meðal annars.

Sjá einnig: Vítalía sakar þjóðþekkta menn um alvarleg brot gegn sér – „Ég horfi í augun á honum og ég er við það að gráta“

Þrátt fyrir að hún hafi ekki nafngreint mennina í þættinum þá hafði hún áður gert það á Instagram-síðu sinni. Þar nefndgreindi hún fjóra karlmenn og einn þeirra var Ari Edwald.

Í samtali við Stundina staðfestir Elín að ósk Ara um að fara í leyfi sé vegna þessa máls og umræðunnar sem komið hefur upp í kjölfar hennar. Hún segir Ara hafa óskað eftir leyfinu í gær en að það sé tímabundið. „Það er ekki hægt að segja að hann sé hættur störfum,“ segir hún og bætir við að aðstoðarmaður Ara, Einar Einarsson, taki við starfi hans til að byrja með.

„Við bara sjáum til hvernig þetta verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns