fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Í vímu á 164 kílómetra hraða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 05:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.10 í nótt mældist hraði bifreiðar 164 km/klst þar sem henni var ekið eftir Kringlumýrarbraut en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst. Ökumaðurinn stöðvaði aksturinn ekki um leið og lögreglan gaf honum stöðvunarmerki. Hann stöðvaði að lokum í Garðabæ. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur án ökuréttinda og skjalafals því röng skráningarnúmer voru á bifreiðinni. Ökumaðurinn var handtekinn og bifreiðin flutt á brott með dráttarbifreið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ekið á 10 ára stúlku þegar hún var að fara yfir gangbraut í Mosfellsbæ. Móðir stúlkunnar fór með hana á bráðadeild en ekki var tilkynnt strax um slysið til lögreglu. Vitni var að slysinu og er málið til rannsóknar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um alvarleika áverka stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“