fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Aukinn þrýstingur í Bárðarbungu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 08:21

Bárðarbunga. Mynd:Fréttablaðið/Magnús Tumi Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrradag mældust tveir öflugir skjálftar í Bárðarbungu. Annar upp á 4,4 klukkan 13.23 og hinn upp á 4,9 klukkan 13.45. Minni eftirskjálftar fylgdu síðan í kjölfarið. Skjálfti að þessari stærð var síðast í janúar 2020 og þar áður í janúar 2018.

Morgunblaðið hefur eftir Páli Einarssyni, jarðeðlisfræðingi og prófessor emeritus, að þetta sé aðalmerkið um að þrýstingur sé að aukast undir Bárðarbungu. Hann sagði að samkvæmt mælingum Veðurstofunnar og vísindamanna hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sé kvikuþrýstingur aftur að aukast undir Bárðarbungu.

„Þrýstingurinn féll gríðarlega mikið í Holuhraunsgosinu. Það fór mikið magn af kviku norður í Holuhraun undan Bárðarbungu, en askjan seig um 65 metra í Bárðarbungu. Fljótlega eftir að gosið hætti fór kvika að safnast fyrir aftur undir Bárðarbungu og þar hefur verið landris alveg síðan,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að talið sé að askjan rísi um einn metra á ári en ekki sé vitað hversu mikið hún þurfi að rísa til að kvikan brjótist út úr hólfinu sem hún er í.

Hann sagði að þrýstingur hafi verið að aukast undir Bárðarbungu síðan haustið 2015 og að búast megi við skjálftum upp á 4 til 5 árlega. Hann sagði að kvika sé enn að safnast fyrir og því fylgi landris og skjálftavirkni. Það sé óvíst hvort og þá hvenær það leiði til goss. „Þetta er þó merki um það að virknin í Bárðarbungu er í gangi enn þá, og því full ástæða til að hafa auga með þessari öflugustu eldstöð landsins,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum