fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Pútín líkir sér við Pétur mikla – Réttlætir stríð og landtöku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júní 2022 06:58

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti í gær sýningu sem er helguð Pétri mikla til að minnast þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu hans. Pútín lofsamaði Pétur mikla og líkti sjálfum sér við hann og sagði að þeir eigi það sameiginlegt að hafa tekið aftur land sem tilheyri Rússlandi.

„Pétur mikli háði stóra norðurstríðið í 21 ár. Það mætti halda að hann hafi verið í stríði við Svía, að hann hafi tekið eitthvað frá þeim. Hann tók ekkert frá þeim, hann tók það aftur sem Rússland átti,“ sagði hann að heimsókninni lokinni að sögn The Guardian.

Ummælum hans var sjónvarpað í gær og þar líkti hann hernaði Rússa í Úkraínu við baráttu Péturs mikla. „Svo virðist sem það falli í okkar hlut að taka það sem Rússland á og styrkja landið,“ sagði hann meðal annars.

Pútín hefur margoft reynt að réttlæta hernaðinn í Úkraínu, en hersveitir hans hafa drepið mörg þúsund manns, lagt borgir og bæi í eyði og hrakið milljónir manna á flótta, með því að halda fram þeirri söguskýringu sinni að Úkraína eigi sér enga sögu sjálfstæðis eða þjóðernisvitundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“