fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Úkraína reiknar með að vinna sigur á Rússum fyrir árslok

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef spá Kyrylo Budanov, yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar, gengur eftir þá verða Úkraínumenn komnir með yfirráð yfir öllu landinu fyrir áramót, þar á meðal Krím. Sem sagt, Úkraínu mun hafa sigrað Rússa í stríðinu og hrakið hersveitir þeirra frá Úkraínu.

Þetta sagði Budanov í samtali við Sky News.  Hann sagðist vera bjartsýnn hvað varðar þróun stríðsins: „Vendipunkturinn verður í síðari helmingi ágúst. Flestir bardagar verða afstaðnir fyrir áramót. Niðurstaðan verður að við verðum aftur með yfirráð yfir öllum landsvæðum okkar, sem við höfum misst, þar á meðal Donbas og Krím.“

Í Donbas eru Lugansk og Donetsk en Rússar segjast hafa ráðist inn í Úkraínu til að „frelsa“ þessi svæði úr höndum „úkraínskra nýnasista“ og stöðva „þjóðarmorð“. Krím hafa Rússar haft á sínu valdi síðan 2014.

Hart er barist í Donbas þessa dagana en Rússar hafa reynt að sækja fram þar með fjölmennu herliði en án þess að ná miklum árangri. Budanov sagði að Úkraína viti „allt um óvininn“. „Við vitum um áætlanir þeirra næstum samtímis og þær eru gerðar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“