fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Við þessa á var sókn Rússa stöðvuð – Taldir hafa misst allt að 1.000 hermenn – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 05:57

Ónýtar flotbrýr og ökutæki. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt myndum, sem úkraínski herinn hefur birt, þá eyðilögðu úkraínskar hersveitir að minnsta kosti tvær flotbrýr yfir ána Donets og tugi ökutækja frá rússneska hernum. Talið er að allt að 1.000 rússneskir hermenn hafi fallið við tilraunir til að komast yfir ána. Þetta gerðist nú í vikunni.

Donetsk rennur á milli Donetsk og Luhansk sem Rússar og aðskilnaðarsinnar eru með á sínu valdi.

CNN segir að Úkraínumönnum hafi tekist að stöðva tvær tilraunir Rússa til að komast yfir ána á 24 klukkustundum. Myndir frá vettvangi sýna tvær brýr sem eru að hluta sokknar og að auki stígur reykur upp frá vesturbakka árinnar. Einnig sjást mörg brunnin ökutæki og ökutæki sem eru í ánni.

Nokkrar af hörðustu orustum stríðsins hafa átt sér stað við Donets. CNN segir að það hafi reynst „martröð“ fyrir rússneska herinn að reyna að komast yfir úkraínskar ár.

Serhiy Hayday, yfirmaður úkraínska hersins í Luhansk, skrifaði á Twitter að tekist hafi að koma í veg fyrir að Rússar kæmust yfir ána. Hafi Rússarnir misst 70 ökutæki.

Anton Herasjtsjenko, innanríkisráðherra Úkraínu, skrifaði á Telegram að hann hafi rætt við úkraínska herforingja sem sagði: „Tilfinning mín er að rússnesku hershöfðingjarnir sendi einfaldlega hermenn sína til slátrunar.“

Rússar virðast hafa orðið fyrir miklu tjóni við ána. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

 

 

Forbes segir að hugsanlega hafi rúmlega 1.000 rússneskir hermenn fallið við Donets. The Times tekur í sama streng. Telur miðillinn að rúmlega 100 ökutæki rússneska hersins hafi verið eyðilögð, þar á meðal fjöldi skriðdreka.

Herasjtsjenko segir að um 250 ökutæki hafi verið eyðilögð og að 1.500 rússneskir hermenn hafi fallið.

Fjöldi ónýtra ökutækja er á vesturbakkanum. Mynd:Úkraínski herinn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli