Samkvæmt sögunni þá er þessi flugmaður mikil hetja og afrek hans alveg ótrúleg, eiginlega alveg óskiljanleg. Það skipti engu máli að Rússar réðu lögum og lofum í úkraínskri lofthelgi, honum hafði samt sem áður tekist að skjóta 40 rússneskar flugvélar niður. Vegna þessara afreka fékk hann viðurnefnið „Draugurinn frá Kyiv“.
Í fyrstu var ekki skýrt frá nafni umrædds flugmanns en síðar var hann sagður heita Stepan Tarabalka og vera 29 ára. Á samfélagsmiðlum hylltu úkraínsk yfirvöld hann fyrir hetjudáðir hans. Þann 13. mars staðfestu þau síðan að hann hefði fallið í orustu og var hann sæmdur orðunni „Úkraínsk hetja“. En það var eitt vandamál við þetta allt saman:
Sagan um „Drauginn frá Kyiv“ var uppspuni frá rótum.
Yfirstjórn úkraínska flughersins hefur nú játað á Facebook að „Draugurinn frá Kyiv“ sé ofurhetjugoðsögn. Rétt er að Stepan Tarabalka féll í orustu í mars en hann er ekki „Draugurinn frá Kyiv“ og hann „skaut ekki 40 flugvélar niður“.
На фото – пілот МіГ-29. Той самий «Привид Києва».
Він викликає жах у ворогів та гордість в українців 🇺🇦
На його рахунку 6 перемог над російськими пілотами!
З такими потужними захисниками Україна точно переможе! pic.twitter.com/GJLpcJ31Si
— Петро Порошенко (@poroshenko) February 25, 2022
BBC segir að flugherinn segi að sagan hafi verið „búin til af Úkraínumönnum“. En það voru úkraínsk yfirvöld sem blésu lífi í söguna nokkrum dögum eftir að innrás Rússa hófst. Þá birti leyniþjónustan mynd á Telegram með texta þar sem „Draugurinn frá Kyiv“ var kallaður „engill“ fyrir að hafa skotið 10 rússneskar flugvélar niður.
People call him the Ghost of Kyiv. And rightly so — this UAF ace dominates the skies over our capital and country, and has already become a nightmare for invading Russian aircrafts. pic.twitter.com/lngfaMN01I
— Ukraine / Україна (@Ukraine) February 27, 2022
Úkraínska ríkisstjórnin birti myndband sem sýndi útfærslu listamanns á flugmanninum og afrekum hans. Í því var staðhæft að hann hefði skotið sex rússneskar flugvélar niður á fyrsta degi stríðsins og að hann fengi sér rússneskar orustuþotur í „morgunmat“: „Fólk kallar hann Drauginn frá Kyiv og það með réttu. Þessi ás úkraínska flughersins ræður lögum og lofum í loftrýminu fyrir ofan höfuðborgina okkar og land og er nú þegar orðin martröð fyrir rússneskar flugvélar.“
🕯13 березня 2022 року під час повітряного бою з переважаючими силами 🇷🇺 загарбників «пішов у небо» майор Степан Тарабалка.
⁰🎖За захист повітряного простору, доблесть і відвагу майору Степану Тарабалці присвоєно звання «Герой України» (посмертно). pic.twitter.com/otjqT32ZP4— Defence of Ukraine (@DefenceU) March 25, 2022