fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Tilkynning um innbrot reyndist ekki á rökum reist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 05:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Lögreglumenn fóru á vettvang og kom þá í ljós að ekki var um innbrot að ræða en óvelkomnun aðila var vísað á brott.

Á tólfta tímanum var kona í annarlegu ástandi handtekinn á Miðborgarsvæðinu en hún fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Hún var vistuð í fangageymslu.

Klukkan eitt í nótt var tilkynnt um þjófnað á veski í Miðborginni. Ekki er vitað hver var svo fingralangur.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um ölvun við akstur.

Í Grafarholti var tilkynnt um líkamsárás á þriðja tímanum í nótt. Minniháttar meiðsli hlutust af og var málið afgreitt á vettvangi. Tilkynnt var um eignaspjöll í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi. Gerendur voru handteknir og fluttir á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“