Á tólfta tímanum var kona í annarlegu ástandi handtekinn á Miðborgarsvæðinu en hún fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Hún var vistuð í fangageymslu.
Klukkan eitt í nótt var tilkynnt um þjófnað á veski í Miðborginni. Ekki er vitað hver var svo fingralangur.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um ölvun við akstur.
Í Grafarholti var tilkynnt um líkamsárás á þriðja tímanum í nótt. Minniháttar meiðsli hlutust af og var málið afgreitt á vettvangi. Tilkynnt var um eignaspjöll í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi. Gerendur voru handteknir og fluttir á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt.