fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Heimurinn hefur þörf fyrir þetta korn – Milljónir tonna sitja föst í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 09:00

Hveiti er mikilvæg fæða milljarða jarðarbúa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Frick, yfirmaður Matvælahjálpar SÞ í Þýskalandi, segir að nú sitji 4,5 milljónir tonna af korni fastar í úkraínskum höfnum vegna þess að siglingaleiðir eru óöruggar eða þá að Rússar hafa lokað þeim.

The Guardian skýrir frá þessu. „Það er ekki hægt að nota kornið núna. Það liggur bara þarna,“ sagði hann.

Úkraína er einn stærsti útflytjandi hveitis, maís og fleiri korntegunda. Það eru aðallega fátæk ríki í Afríku sem eru háð korni frá Úkraínu.

SÞ segja að árið 2020 hafi maísuppskeran í Úkraínu verið um 30 milljónir tonna og hveitiuppskeran um 25 milljónir tonna.

En vegna innrásar Rússa í Úkraínu er ekki hægt að koma afurðum þaðan og það er mikið vandamál að sögn Frick. „Heimurinn hefur bráða þörf fyrir þessi matvæli frá Úkraínu,“ sagði hann í samtali við þýsku fréttastofuna dpa.

Hann sagðist einnig óttast að matvæli séu notuð sem vopn í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“