fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

„Ef Pútín gerir þetta felur það mikla áhættu í sér og getur orðið honum að falli“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 07:45

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir velta fyrir sér hvað Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni segja þjóð sinni þann 9. maí þegar Rússar minnast sigursins yfir hersveitum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta er einn stærsti hátíðardagur landsins.

Dagurinn hefur verið tengdur sterklega við stríðið í Úkraínu því margir telja að þegar Pútín ávarpar þjóð sína þennan dag vilji hann geta sagt henni að sigur hafi unnist í Úkraínu í þeirri „sérstöku hernaðaraðgerð“ (eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið) sem þar er í gangi.

CNN segir að nú velti sífellt fleiri því fyrir sér hvort Pútín muni lýsa yfir stríði gegn Úkraínu í stað þess að lýsa yfir sigri. Ástæðan er að hernaður Rússa hefur ekki skilað þeim árangri sem þeir stefndu að og hafa þeir raunar beðið afhroð á mörgum sviðum stríðsins.

Ef Pútín lýsir yfir stríði getur hann virkjað allan rússneska herinn og kallað varaliðshermenn til herþjónustu.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, vék að þessu í færslu á Twitter. Þar sagði hann að mikið væri rætt um hvort Pútín muni lýsa yfir stríði og hefji almenna herkvaðningu þann 9. maí. „Það gerist kannski og kannski ekki. Það er öruggt að segja að það feli í sér mikla áhættu fyrir Pútín. Af hverju?“ spyr hann síðan sjálfan sig og kemur síðan með svarið:

„1) Í því felst viðurkenning á að hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé misheppnuð en hún hefur verið mjög vel heppnuð þegar stjórnvöld hafa skýrt frá henni. 2) Hvert væri markmiðið með stríði? Að leggja alla Úkraínu undir sig? Stríð gegn Úkraínumönnum? Það væri erfitt að skilgreina umfangið.“

Við þetta bætir hann síðan að það muni taka marga mánuði að gera rússnesku hermennina reiðubúna til orustu og tryggja að nauðsynlegur búnaður sé til staðar. „Rússnesku hersveitirnar í Úkraínu verða hugsanlega orðnar örmagna þegar þarna kemur og hafa verið hraktar aftur á bak,“ skrifar hann og bætir við: „Þegar allt kemur til alls vil ég ekki útiloka að Pútín lýsi yfir stríði en það er einnig líklegt að hann geri það gagnstæða. Ef Pútín gerir þetta  (lýsir yfir stríði, innsk. blaðamanns) felur það mikla áhættu í sér og getur orðið honum að falli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“