Sérfræðingar fullyrða að forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, hafi orðið fyrir netárásum og hafi njósnaforritið Pegasus verið notað til að ná upplýsingum síma forsætisráðherrans. Ef rétt reynist er um gríðarlega alvarlegt öryggisbrot að ræða.
Grunur um stuld á gögnum
Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að hugbúnaðurinn Pegasus hafi fundist á tæki tengdu við tölvukerfi bústaðar forsætisráðherra í Downingsstræti 10 í júlí árið 2020. Ekki er vitað hvort um síma forsætisráðherrans er að ræða en svipuð brot munu einnig hafa átt sér stað í utanríkisráðuneytinu. Vísindamenn vita ekki með vissu að hvaða gögnum síminn hafði aðgengi að en grunur leikur á að töluverði magna hafi verið stolið. Fjöldi tækja á skrifstofu forsætisráðaherra hafa verið skoðuð, meðal annars sími Boris Johnson, en ekki er vitað hvaða tæki kunna að hafa verið notuð til njósna. Tekist hefur að rekja brotið til tölvuþrjóta tengda Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Indlandi, Kýpur og Jórdaníu.
John Scott-Railton, sérfræðingur í öryggismálum við háskólann í Toronto í Kanada segir að honum hafi verið mjög brugðið þegar hann afhjúpaði netárásina. Hann segir Bretland illa brennt eftir að hafa vanmetið hættuna frá Pegasus og þurfi alvarlega að íhuga nálgun sína að tölvubrotum.
Öflugt netvopn
Njósnaforritið Pegasus er með öflugustu netvopnum sem hakkarar hafa yfir að ráða. Það var hannað af ísraelska fyrirtækinu NSO Group – einnig kallað Q Cyber Technologies – árið 2016 i þeim tilgangi að brjóta dulkóðuð skilaboð bæði á iPhone og Android. Njósnaforritið má nota til að mynda notanda í gegnum myndavél símans, hlusta á símtöl og fylgjast með og senda skilaboð úr tækjum. Ótti er uppi um að hugbúnaðurinn hafi verið notaður til rekja ferðir ráðamanna og fylgjast með fundardagskrá þeirra.
Pegasus var lengi vel settur upp á snjallsímum með því að hvetja fórnarlömb til að smella á hlekk sem sendur var sem tölvupóstur eða skilaboð en með nýrri útgáfu er unnt að hlaða upp hugbúnaðinum án þess að eigandi tækisins komi þar nærri.
Bandarísk yfirvöld áhugasöm
Í ársbyrjun kom í ljós að bandaríska alríkislögreglan FBI hefur notað hugbúnaðinn en þar sem ekki er unnt að nota Pegasus á bandarísk tæki, skiptu alríkislögreglumenn út bandarískum SIM kortum fyrir SIM kort frá öðrum löndum. Vitað er til að FBI hefur átt viðskipti við NSO Group upp á að um fimm milljónir dollara. Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu yfirvalda í Evrópu um notkun á Pegasus hugbúnaðinum en í Bandaríkjunum er hart deilt um notkun hans. Fíkniefnaeftirlit Bandaríkjanna, leyniþjónustan og herinn eru aftur á móti í viðræðum ísraelska fyrirtækið um notkun á hugbúnaðinum.
Talsmaður bresku stjórnarinnar neitaði að tjá sig um málið við The Sun.