fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Rússar áfram velkomnir í Eurovision þrátt fyrir innrásina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), sem stendur fyrir Eurovision-keppninni ætla ekki að útiloka Rússlands frá þátttöku í keppninni í ár þrátt fyrir innrás landsins í Úkraínu.

Ríkissjónvarpið í Úkraínu kallað fyrr í dag eftir því að Rússlandi yrði vísað úr sambandinu og meinað að taka þátt í ár.

Í yfirlýsingu sem EBU sendi Göteborgs-Posten segir að flytjendur og teymið frá Rússlandi séu áfram velkomin í keppnina.

Í yfirlýsingu sagði: „Eurovision-keppnin er ópólitískur menningarviðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika í gegnum tónlist. Meðlimir EBU í bæði Rússlandi og Úkraínu hafa ákveðið að taka þátt þetta árið í Turin og við áformum að taka vel á móti listamönnunum frá báðum ríkjum í maí. Við munum þó halda áfram að fylgjast vel með stöðunni.“

Ríkissjónvarpið í Svíþjóð hefur fordæmt þessa ákvörðun og kalla eftir því að hún verði tekin til endurskoðunar.

Forstjóri sænska ríkissjónvarpsins Hanna Stjärne sagði í yfirlýsingu: „Ég skil vel grundvallarhugmynd Eurovision um að vera ópólitískur viðburður. En staðan í Evrópu er gífurlega alvarleg í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Þetta hefur gengið fram yfir öll mörk. Við köllum eftir því að EBU skipti um stefnu og munum fylgjast vel með vendingum í málinu.“

Rússland hefur enn ekki valið hver muni fara fyrir þeirra hönd í keppnina í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”