fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Aðstoðarforstjóri ÁTVR: Starfsfólk Vínbúða fékk engar gjafir frá birgjum – Einn leikhúsmiði afþakkaður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 20:00

Vandvirkur en gjafalaus, starfsmaður ÁTVR fyllir á rauðvínsrekkann í verslun ríkisins í Kringlunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk ÁTVR þáði engar gjafir nema að „óverulegu verðmæti,“ frá birgjum Vínbúðanna yfir nýafstaðna hátíðarvertíð vínbúðanna. „Óverulegt verðmæti,“ er í skilningi Vínbúðanna allt undir 3.500 kr.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR við fyrirspurn DV til Ívars J. Arndal, forstjóra ÁTVR.

Kemur jafnframt fram í svarinu að samkvæmt reglum ÁTVR ber starfsfólki ríkisfyrirtækisins að tilkynna mannauðssviði um allar gjafir. Í reglunum frá júní 2019 segir:

Starfsfólki er óheimilt að þiggja gjafir eða aðra umbun frá birgjum, viðskiptavinum eða öðrum hagsmunaaðilum nema um sé að ræða jóla- eða áramótagjafir og verðmætið sé óverulegt.

Sigrún segir að einu tilkynningarnar sem mannauðssviði hafi borist hafi verið vegna sælgætisgjafa til starfsmanna sem það hafi svo deilt með vinnufélögum sínum. „Í einu tilviki var starfsmanni sendur leikhúsmiði sem var afþakkaður og endursendur,“ bætir hún við.

Svipaðar reglur eru jafnframt í gildi fyrir starfsmenn fríhafnarinnar í Leifsstöð, en þó ekki jafn afdráttarlausar og hjá ÁTVR. Þar segir:

Óheimilt er að þiggja gjafir frá birgjum eða öðrum ef almennt má líta á það sem endurgjald fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“