fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Hópsmit meðal sjúklinga og starfsfólks á Vogi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 07:02

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópsmit kórónuveiru er komið upp á sjúkrahúsinu Vogi. Smit eru meðal sjúklinga og starfsfólks. Í gærkvöldi var búið að staðfesta tíu smit með hraðprófum og beðið var eftir niðurstöðum úr PCR-prófum sem voru tekin í gær.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Hún sagði að gengið sé út frá því að jákvæðu hraðprófin séu einnig jákvæð. „Við gerum ráð fyrir því að þetta séu nú ekki tíu fölsk hraðpróf,“ sagði hún.

Hún sagði að hratt hafi verið brugðist við og allir þeir sem greindust jákvæðir séu í sóttkví og einangrun og búið sé að hafa samband við sjúklinga og starfsfólk.

Hún sagði að mikil röskun verði á starfseminni á Vogi næstu daga. Allir sjúklingarnir séu nú í sóttkví og væntanlega fari þeir flestir ef ekki allir heim í sóttkví. Ekki verður tekið á móti nýjum sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“