fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Stáliðjan refsar Stefaníu fyrir að deila reynslu sinni á Facebook – „Einfaldlega stórfurðuleg vinnubrögð“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Ragnarsdóttir lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hún fór með tjaldvagn í viðgerð hjá Stáliðjunni í Kópavogi á dögunum. Í stuttu máli sagt þá var hún upphaflega rukkuð fyrir margfalda þá upphæð sem henni var sagt að viðgerðin kostaði, brunaskemmdir urðu á nýjum dúk í tjaldvagninum og framkvæmdastjóri Stáliðjunnar ákvað að refsa henni sérstaklega fyrir að deila reynslu sinni af fyrirtækinu á Facebook.

Sjóða þurfti nýjar lamir á vagninn og fékk hún þær upplýsingar frá Stáliðjunni að þetta væri um klukkustundar vinna og kostaði um 15 þúsund krónur, kæmi hún sjálf með lamirnar.

Stefaníu var sagt að koma með tjaldvagninn á fimmtudegi en þegar hún mætti var enginn til að sjá um viðgerðina og hún fékk þær upplýsingar að það yrði gert eftir helgina. Á föstudeginum fékk hún símtal frá verkstæðinu um að lamirnar væru of litlar, og kom hún þá með stærri lamir í staðinn.

Stefanía setti nýjan dúk á tjaldvagninn áður en hún lét skipta um lamir. Mynd/Facebook

Hún deildi á Facebook bréfi sem hún skrifaði fyrirtækinu, og síðan svörunum frá framkvæmdastjóranum.

Reikningur upp á 80 þúsund krónur

Stefanía skrifaði Stáliðjunni þann 12. ágúst og sagði þar meðal annars:

„Í dag, mánudag, rétt eftir kl.13 fæ ég svo símtal frá starfsmanninum á verkstæðinu um að búið sé að sjóða lamirnar á og þetta sé aðeins hærri reikningur en búið var að tala um. Þetta hafi verið 7 klst vinna og reikningurinn rúmlega 80 þúsund krónur.

Það hreinlega datt af mér andlitið!

Hvernig stenst það að vinna, sem mér er ítrekað sagt að hefjist á mánudagsmorgni og fyrir hana rukkaðar 7 klst, sé lokið kringum kl.13. Mér finnst þetta einfaldlega stórfurðuleg vinnubrögð.

Þegar ég er búin að fá upplýsingar í síma um að þetta sé um klukkustundar vinna á 15 þúsund krónur eða þar um bil og fæ svo reikning upp ríflega á 80 þúsund krónur er mér gróflega misboðið. Ef ljóst hefði verið að þetta tæki margfalt lengri tíma en upphafleg áætlun, þá er lágmark að hringja og athuga hvort þetta sé kostnaður sem vert er að leggja út í. Tjaldvagninn er engan veginn 80 þúsund króna virði. Hvorki fyrir né eftir þessar lagfæringar. Ég kom til ykkar vegna þess að ég var búin að hringja og spyrjast fyrir, fá góðar upplýsingar og svör.“

Brunaskemmdir sem komu í ljós eftir að hún sótti vagninn úr viðgerð. Mynd/Facebook
Mynd/Facebook

Afþakkaði að greiða svart

Stefanía fékk síðan símtal þar sem starfsmaður viðurkenndi „misbrest á samskiptum innan fyrirtækisins“ og niðurstaðan var að hún greiddi á endanum 31 þúsund krónur, en ekki fyrr en hún hafði afþakkað að greiða svart í reiðufé og fá þannig virðisaukaskatt niðurfelldan.

Þegar hún var komin með tjaldvagninn heim og opnaði hann kom síðan í ljós að ekki var allt með felldu.

„Ég sem leikmaður hef ekki hugmynd um hvernig sjóða á lamir á vagn, en vinur okkar benti mér á að í fyrsta lagi sé undarlegt að þær snúi allar eins, í stað þess að ein þeirra snúi gegnt hinum eins og gömlu lamirnar voru. Í öðru lagi gaf hann ekki mikið fyrir suðuvinnuna og taldi jafnvel að ólærður leikmaður hefði gert þetta. Í þriðja lagi, vorum við öll bara eitt stórt spurningamerki þegar vagninn var opnaður og við okkur blasti glænýi gólfdúkurinn á botnplötunni, sem ég var að leggja á vagninn í sumar, allur í brunablettum, bruna ofan í dúkinn, sem er ónýtur eftir þetta,“

skrifaði Stefanía ennfremur í póstinum til Stáliðjunnar.

Stáliðjan sauð nýju lamirnar á. Mynd/Facebook

Svarið frá framkvæmdastjóranum

Eftir að hún birti í heild sinni póstinn sinn til Stálsmiðjunnar á Facebook skrifaði framkvæmdastjórinn, Ævar Einarsson, athugasemd við færsluna hennar:

„Sæl Stefanía

Mér þykir mjög leitt að þetta hafi ekki farið betur og er ég sammála að suðurnar voru ekki góðar og óþarfi hjá mínum mönnum að brenna dúkinn. Ég var í fríi í gær og er að sjá þetta allt fyrst núna. Ég skil hinsvegar ekki afhverju þú varst að básúna þessu á facebook, öllum getur orðið á mistök og óþarfi að hengja menn á almannfæri fyrir það. þú fékkst viðgerðina ódýra var það ekki

Þú hringdir og fékkst að vita að kannski tæki það klukkutíma að sjóða lamir á tjaldvagn, á þeim tímapunkti vissum við ekkert hvernig lamir þetta voru

Þú kemur með vagninn með of litlum lömum svo við komumst ekki í verkið fyrr en þú komst með nýjar lamir og þá var vikan búin.

Það voru tveir menn að vinna í vagninum allan morguninn sem gera 2*4=8 tímar, auðvitað voru þeir of lengi að þessu og ef ég hefði verið hérna hefði ég ekki rukkað meira en 2-3 tíma fyrst þú varst ekki vöruð við en þetta er miklu meira verk heldur en „ að sjóða 2 lamir“ gleymdu ekki að við töluðum saman á föstudaginn og benti ég þá á að það væri erfitt að komast að þessu og klæðningin myndi brenna og fleira þvíumlíkt svo þú ættir að hafa gert þér grein fyrir að þetta var kannski ekki klukkutíma verk. Þú sagðir þá líka að þessi vagn myndi ekki endast meir en sumarið og kannski fram á næsta svo þér var ekki mikið umhugað um útlit. En þér er greinilega mikið umhugað um að hengja menn á facebook og vegna þessa ætla ég ekki að bjóða neinar bætur.

Með kveðju,

Ævar Einarsson

Framkvæmdastjóri“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli