fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Arctic Fish sakar Veigu um brot á sóttvarnareglum – Afmyndaðir fiskar í sjókvíaeldi

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 14:00

Veiga Grétarsdóttir Mynd/Valli Skjáskot af fiskum/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöldfréttum RÚV á laugardaginn síðastliðinn var fjallað um afmyndaða eldislaxa úr kvíum Arctic Fish en kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir vakti fyrst athygli á málinu. Hún var þá á bát sínum í Arnarfirði og Dýrafirði þegar hún sigldi framhjá kvíunum.

Hún tók myndskeið af fiskunum þar sem mátti sjá einhverja af þeim ansi afmyndaða eftir að hafa særst og nuddast við netin í kvíunum. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, hafði samband við Veigu símleiðis og gagnrýndi hana fyrir að hafa farið með myndskeiðið til fjölmiðla. Veiga greindi sjálf frá þessu símtali við Stundina í gær.

Í dag sendi Arctic Fish yfirlýsingu á Bæjarins besta, vestfirskan fjölmiðil, þar sem Veiga er sökuð um að hafa brotið sóttvarnarlög varðandi sjókvíaeldi.

„Enginn atvinnurekstur á Íslandi býr við jafn stranga eftirlitsumgjörð og fiskeldi og allar úttektir eftirlitsaðila og ástand á eldisstæðum eru öllum aðgengilegar á heimasíðu MAST. Starfsfólk Arctic Fish vinnur að því alla daga að bæta heilbrigði og velferð eldisfiska okkar og það er okkar markmið að engir fiskar ættu að þurfa að líða. Það er hinsvegar þannig, þegar verið er að ala milljónir fiska á ári, þá eru fiskar sem verða undir af ýmsum ástæðum. Með öflugu gæðakerfi, daglegu eftirliti í kvíunum þar sem að veikburða fiskar eru teknir út og með stórum kvíum þar fiskarnir okkar hafa gott pláss, tryggjum við velferð okkar fiska eftir fremsta megni. Jafnframt áréttar félagið að óheimilt er að fara í eldiskvíar fiskeldisfyrirtækja án leyfis. Er það meðal annars vegna sóttvarna því mikilvægt er að bera ekki hugsanlegar sýkingar á milli fjarða og eldissvæða. Þeir sem hafa áhuga á að koma og skoða starfsemi okkar er velkomið að hafa samband. Fram að þessu hafa allir sem þess hafa óskað fengið að koma og sjá starfsemi á eldisstöðvum okkar.“

Þess má geta að Arctic Fish var einn styrktaraðila Veigu þegar hún sigldi hringinn í kringum landið á kajak fyrst kvenna og fyrst allra til að klára hringinn rangsælis.

Margir hafa áhyggjur af hvernig er staðið að sjókvíalaxeldi og segja sumir að af henni stafi sjónmengun og umhverfismengun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða