fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Nauðsynlegt fyrir þá sem hafa smitast að fara í bólusetningu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. júlí 2021 13:59

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-smitum hefur fækkað lítið eitt síðustu daga (71 smit greindist í gær en dagleg smit fóru upp fyrir 100 fyrir helgi) en Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu og staðgengill sóttvarnalæknis, segir að það sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á niðurleið:

„Ég fer mjög varlega í að túlka fækkun sem á sér stað yfir helgi. Það eru tekin færri sýni um helgar, aðstæður eru bara þannig sumstaðar á landinu að sýnataka er ekki í boði nema viðkomandi hafi einkenni og þá vantar skimunarsýnin. Þannig að við tölum mjög varlega um slíkt á mánudögum.“

Kamilla á ekki von á því að tölur morgundagsins sýni betri stöðu en var fyrir helgi því áhrifa af nýjum sóttvarnatakmörkunum fari ekki að gæta fyrr en síðar. „Við erum ekki komin með verulegar aðgerðir fyrr en í dag í rauninni þó að maður hafi séð fleira fólk með grímur í verslunum um helgina og þess háttar. Við sjáum líklega ekki árangur af breyttri hegðun fyrr en í næstu viku.“

Bólusetning nauðsynleg fyrir þá sem hafa sýkst áður

Ljóst er að fullbólusettir einstaklingar eru að smitast í hrönnum af Covid-19 en undanfarið hafa fréttir nokkrum einstaklingum sem virðast hafa smitast af Covid-19 í annað sinn hafa vakið ugg. „Við höfum vitað að endursmit eru til, ég hef ekki upplýsingar um bakgrunn þessara einstaklinga, hvort að þeir hafi einhverja ónæmisbælandi þætti sem gerir þeirra fyrra mótefnasvar ólíklegt til að endast,“ segir Kamilla og bætir við að enn hafi enginn smitast aftur hér á landi sem hafi fengið bóluefni ofan í mótefnið sem viðkomandi fékk við að sýkjast af Covid-19.

Kamilla segir að ekki sé mælt með mótefnamælingu því hún veiti ekki traust svör um hvort viðkomandi sé útsettur fyrir smiti, fleiri þættir komi til. Þó að mótefnamæling veiti læknum dýrmætar upplýsingar gagnist þær síður einstaklingum til að meta stöðu sína. Hún segir líka erfitt að meta smithættu út frá bóluefnum: „Við erum að fá smit eftir allar gerðir bóluefna. Núna erum við að auki farin að sjá smit hjá þeim sem hafa fengið sjúkdóminn. En við vissum alltaf að það væri mögulegt.“

Almennt sé hins vegar líklegt að þeir sem hafa sýkst áður séu ólíklegri til að smitast fljótlega eftir fyrra smitið. Kamilla hvetur þá sem hafa smitast af Covid-19 að fara í  bólusetningu frá og með þremur mánuðum eftir smitið til að styrkja mótefnasvarið og draga úr líkum á því að smitast aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af