fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Hefja beint flug frá Keflavík til þessarar stórborgar – „Skýrt merki um það hve vinsælt Ísland er“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 15:01

Frá fyrsta fluginu, sem var fagnað með vatnsboga í morgun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago-borgar í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Þetta kemur fram í ilkynningu frá félaginu.

Einnig kemur fram að áætlun flugfélagsins sé sú að fljúga á milli Keflavíkur og Chicago fram að 4. október.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir þessa ákvörðun Bandaríska flugfélagsins vera skýrt merki um hversu vinsæll áfángastaður Ísland er.

„Sú ákvörðun United Airlines að bæta Chicago við sem nýjum áfangastað er skýrt merki um það hve vinsælt Ísland er og verður áfram þegar heimsfaraldrinum sleppir. Hún er einnig til marks um mikla eftirspurn eftir ferðalögum frá Bandaríkjunum til Íslands. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir okkur og United Airlines mikilsmetinn samstarfsaðili okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum