fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lúsmýið færir út kvíarnar – Bítur nú fólk víða um land

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein frá Náttúrufræðistofnun frá 2019 kom fram að aðalútbreiðslusvæði lúsmýs væri Suðvesturland upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Það var einnig að finna í Eyjafirði. En nú hefur það breitt enn frekar úr sér því þess hefur orðið vart í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Gísla Má Gíslasyni, prófessor emeritus í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, að lúsmý sé nokkuð algengt í sveitum á Suðurlandi og í Fljótshlíð. Einnig sé það mjög algengt á Vesturlandi, til dæmis í Kjósinni, Hvalfjarðarsveit og í Borgarfirði og sé nú komið enn víðar en það. „Sjálfur var ég bitinn fyrir ári í Miðfirði í Húnavatnssýslu og ég veit að fólk hefur verið bitið í Eyjafirði og í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Svo var ég að frétta af fólki sem var illa bitið í Helgafellssveit,“ er haft eftir honum.

Haft er eftir Gísla að hann telji óhætt að ganga út frá því að lúsmý sé nú víða inn til landsins á Suðurlandi vestan Markarfljóts, á Vesturlandi og á Norðurlandi allt austur í Fnjóskadal.

Ekki hafa borist fregnir af lúsmýi utarlega á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og í Þingeyjarsýslum nema í Fnjóskadal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“