fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 17:00

Arnar Þór Jónsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Arnars Þórs Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, um drengi í skólakerfinu og ADHD, hafa vakið athygli. Arnar Þór tjáði sig í Bítinu á Bylgjunni en vefur Hringbrautar greindi einnig frá.

„Við þekkjum öll stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín,“ sagði Arnar meðal annars, en þau ummæli hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Arnar vill efla hag drengja í skólakerfinu og hefur miklar áhyggjur af ólæsi. Hann sagði ennfremur:

„Ef við ætlum að vera farsæl þjóð þá þurfum við gagnrýna, sjálfstæða og siðræna hugsun, ef hún kemur ekki af heimilunum sem hún ætti að koma, þá ætti menntakerfið að gegna stóru hlutverki. Ef að fólk getur ekki lesið þá getur verið erfitt að rækta þessa þætti.“

Þarf að girða sig í brók

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Arnar harðlega fyrir þessi ummæli í aðsendri grein á Vísir.is í dag. Vilhjálmur viðurkennir þó að Arnar leggi margt áhugavert til málanna, en:

„En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga.“

Vilhjálmur bendir á að ADHD sé taugaþroskaröskum sem sem stafi af tiltekinni vanvirkni í heilanum og ummæli Arnar um lyfjagjöf vegna sjúkdómsins séu fráleit:

„ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans.“

Vilhjálmur segir að stíga þurfi varlega til jarðar í umræðu um ADHD og forðast gífuryrði. Skortur á upplýsingum um sjúkdóminn sé vandamál og þar þurfi að gera stórátak. Vilhjálmur segir ennfremur:

„Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál.

Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill