fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Stjörnunuddarinn opnar meðferðarstöðina „Útlagann“ – Hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun í janúar – „Jesús, ég er bara orðlaus“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 13:30

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, gjarnan kallaður Stjörnunuddarinn, hefur opnað nýja meðferðastöð fyrir karlmenn undir nafninu „Útlaginn.“ Jóhannes var í janúar dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjórar nauðganir sem hann framdi á nuddbekk Jóhannesar á meðferðarstofunni Postura. Vefslóð á Útlagann er áfram postura.is. Meðferðin sem Jóhannes veitti áður, fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvenna sem til hans leituðu.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig fram á árunum 2017 og 2018. Rúmlega 20 konur kærðu Jóhannes fyrir nauðgun en að endingu voru fjögur mál tekin til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Jóhannes var sakfelldur í öllum tilfellunum. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Á vefsíðu Útlagans kemur fram að þjónustan sé fyrir karlmenn með stoðkerfisvanda. „Við sérhæfum okkur í að leysa verki, krónísk vandamál, liðverki og skekkjur,“ segir á Postura.is.

Í samtali við DV segir eitt fórnarlamba Jóhannesar vera orðlaus yfir stöðunni. „Þetta eru skýr skilaboð til okkar – bara éttu skít og drullu.“

Þetta er siðleysi í hámarki og sýnir hversu mikil vanvirðingin er í garð fórnalamba hans og hversu sama honum er um skaðann sem hann hefur valdið. Kannsi sýnir þetta best hversu mikið skítsama honum er um dómstóla landsins. Hvernig í ósköpunum er kerfið svona brenglað að ekki er hægt að stoppa raðnauðgara þegar hann er að leggja upp í næstu gildru? Hvað segir heilbrigðiseftirlitið? Landslæknir?

„Jesús, ég er bara orðlaus,“ segir konan loks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum