fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Stjörnunuddarinn opnar meðferðarstöðina „Útlagann“ – Hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun í janúar – „Jesús, ég er bara orðlaus“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 13:30

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, gjarnan kallaður Stjörnunuddarinn, hefur opnað nýja meðferðastöð fyrir karlmenn undir nafninu „Útlaginn.“ Jóhannes var í janúar dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjórar nauðganir sem hann framdi á nuddbekk Jóhannesar á meðferðarstofunni Postura. Vefslóð á Útlagann er áfram postura.is. Meðferðin sem Jóhannes veitti áður, fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvenna sem til hans leituðu.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig fram á árunum 2017 og 2018. Rúmlega 20 konur kærðu Jóhannes fyrir nauðgun en að endingu voru fjögur mál tekin til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Jóhannes var sakfelldur í öllum tilfellunum. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Á vefsíðu Útlagans kemur fram að þjónustan sé fyrir karlmenn með stoðkerfisvanda. „Við sérhæfum okkur í að leysa verki, krónísk vandamál, liðverki og skekkjur,“ segir á Postura.is.

Í samtali við DV segir eitt fórnarlamba Jóhannesar vera orðlaus yfir stöðunni. „Þetta eru skýr skilaboð til okkar – bara éttu skít og drullu.“

Þetta er siðleysi í hámarki og sýnir hversu mikil vanvirðingin er í garð fórnalamba hans og hversu sama honum er um skaðann sem hann hefur valdið. Kannsi sýnir þetta best hversu mikið skítsama honum er um dómstóla landsins. Hvernig í ósköpunum er kerfið svona brenglað að ekki er hægt að stoppa raðnauðgara þegar hann er að leggja upp í næstu gildru? Hvað segir heilbrigðiseftirlitið? Landslæknir?

„Jesús, ég er bara orðlaus,“ segir konan loks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum