fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Elliði býst við að fleiri greinist á næstu dögum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 20:50

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að yfirvöld séu undir það búin að fleiri greinist smitaðir í Þorlákshöfn á næstu dögum. Vísir fjallaði um málið og greindi frá því að viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn hafi verið fært upp um stig eftir að nemand grunnskóla í bænum greindist með kórónuveiruna í dag.

Undanfarna daga hefur smitum í Þorlákshöfn fjölgað, sjö hafa greinst utan sóttkvíar í bænum í gær og í fyrradag. Starfsmaður á leikskóla í bænum greindist smitaður og er útlit fyrir að fleiri nemendur í leikskólanum og grunnskólanum hafi smitast.

Grunnskólanum hefur nú verið lokað en hann verður lokaður út vikuna. Nemendur í fjórða, fimmta og sjöunda bekk grunnskólans verða boðaðir í skimun auk starfsmanna skólans. Elliði greindi sjálfur frá þessu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni en hann hefur verið duglegur við að koma upplýsingum til skila þar síðan hópsmitið hófst í bænum.

Elliði segist vera þakklátur fyrir skilninginn sem foreldrar sýna stöðunni. Hann hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en að útlit sé fyrir að fleiri smit séu í samfélaginu. Ekki er vitað hversu útbreitt það er. Hann hvetur bæjarbúa til að fara í sýnatöku ef það verður vart við einhverjum einkennum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París