fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Skjálfti við Grindavík fannst í borginni – „Einn hressilegur“ segir íbúi á svæðinu

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 23:19

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Býsna snarpur skjálfti fannst nú rétt eftir klukkan ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um allan Reykjanesskagann. Samkvæmt óyfirförnum tölum Veðurstofunnar mældist hann 3.7 að stærð og átti upptöku sín rétt norðaustan við Grindavík, eða rétt austan við Þorbjörn.

Lítið hefur fundist af jarðskjálftum í borginni frá því að gos hófst í Geldingadölum um miðjan mars en fram að því voru stórir skjálftar svo til orðnir daglegt brauð á öllu suðvesturhorninu. Sú skjálftahrina átti upptökin sín að mestu leyti í og við gosstaðinn og í línu frá Geldingadölum norðaustur af því svæði í átt að Keili.

Skjálftinn nú er, sem fyrr segir, mun nær Grindavík og raunar á þeim slóðum þar sem mikil skjálftahrina gekk yfir í fyrra.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins býr í Grindavík og lýsti skjálftanum sem „einum hressilegum“ í samtali við blaðamann. „Þarna er jörðin að minna á sig,“ segir hann jafnframt. Vilhjálmur segir að skjálfti af þessari stærðargráðu hafi kannski ekki verið það sem Grindvíkingar voru að óska eftir. “Við töldum okkur vera komin í frí frá þessu á meðan gosið mallar. Þó við séum orðin nokkuð vön og vitum að jarðvísindafólkið fylgist hvergi betur með en hér þá vonum við að það verði ekki mikið meira um jarðskjálfta í bili.“

Af tölum og töflum Veðurstofunnar yfir skjálfta á svæðinu síðustu daga virðist mega ráða að skjálftinn í kvöld sé ekki vísbending um fjölgun skjálfta. Raunar er þetta eini skjálftinn síðustu daga sem er stærri en 3 að stærð. Þegar þetta er skrifað hafa engir eftirskjálftar fundist á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag