fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Jón var um borð í vélarlausri Breiðafjarðarferju – „Eldri borgarar og börn gengu fyrir í kojur í nótt“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. mars 2021 14:01

mynd/samsett Jón Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er alveg ótrúleg upplifun,“ segir Jón Kristjánsson sem dvaldi í vélarlausum Baldri á miðjum Breiðafirði í nótt. Jón er sölumaður og var á leið heim til sín úr söluferð til Vestfjarða þegar allar leiðir að vestan lokuðust vegna ófærðar á heiðum og neyddist Jón því til að taka Baldur yfir Breiðafjörð.

Þegar um klukkutími var eftir af siglingunni kom upp bilun í einu aðalvél Baldurs sem varð til þess að skipið rak vélarvana um Breiðafjörð sem er einmitt þekktur fyrir fjölda skerja og eyja. Jón segist ekki hrifinn af siglingum yfir höfuð og ekki treysta sjónum. Upplifunin í nótt hafi því síður en svo verið skemmtileg.

„Þetta var mjög skugglegt í nótt,“ segir Jón. „Maður var ekkert viss um hvernig þetta var, maður hefur enga reynslu í þessu.“

Jón segir málið vera hinn versta skandal enda í annað sinn á stuttum tíma sem þetta gerist, þ.e. að Baldur missi vélarafl á ferð sinni með farþega. „Það er bara eins og menn hafi ekkert lært neitt af fyrra skiptinu. Þetta skip er alveg jafn ósjálfbjarga og síðast. Þetta er ámælisvert og ekki bjóðandi fyrir fólkið sem þarf að nota þetta. Skipið skerðir lífsgæði fólks hér á landi sem borgar þó sína skatta eins og aðrir,“ segir Jón ákveðinn og segir samgönguráðherra hafa gert sig sekan um sinnileysi. „Þetta er fáránlegt, ef ég á að segja eins og er.“

Fram hefur komið að um borð hafi verið um 20 farþegar auk 10 manna áhafnar. Jón segir að áhöfnin hafi staðið sig hetjulega í framgöngu sinni og stjanað við fólkið um borð. „Það er ekki hægt að setja neitt út á henanr störf. Það var búið að gefa fólki að borða um borð og í raun gefa þeim allt sem það vill.“

Fram kom í fréttum í gær að farþegum hefði verið boðið að vera sótt og ferjað í land af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Jón kannast ekkert við að hafa fengið slíkt boð. „Hún kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti þessi frétt. Að því sögðu þá er ekkert víst að maður hefði treyst sér í eitthvað þyrlutog. Eftir sem áður var okkur ekki boðið þetta og ekkert tilkynnt um það.“

Þegar DV náði tali af Jóni var togbátur með Baldur í togi og var að „æfa sig“ í að stýra Baldri. „Hann er svona að æfa sig að beygja bátnum og stjórna skipinu,“ útskýrði hann. Hann segir veðrið hafa skánað til muna. „Það er svona ágætt. Smá kuldi og smá vindur, en ekkert eins og í gær. Við vöknuðum í morgun við það að þetta ætti að fara að gerast, en við erum hér enn.“

„Við erum bara rétt fyrir utan innsiglingunni í höfninni og ég horfi hérna inn á Hólminn,“ sagði Jón, sem er einn á ferð á sínum bíl. Í þeim töluðu orðum flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir hann sem Jón sagði að sé vonandi fyrirboði um að eitthvað sé að fara að gerast.

Jón segir nóttina hafa verið óþægilega. Ekki reyndust nægilega margar kojur fyrir alla. „Það er svolítið af eldra fólki og fólk með börn og maður leyfði þeim að ganga fyrir,“ segir Jón sem sjálfur svaf á bekk í nótt. Fólkið hafði þó aðgang að innstungum og interneti, sem hefur líkast til gert biðina bærilegri. Myndir af náttstað Jóns auk fleiri mynda og myndbanda sem hann tók fylgja hér með að neðan.

Uppfært kl. 14:15: Jón segir að ferjan hafi nú rétt eftir birtingu fréttarinnar lagst að bryggju við Stykkishólm.

mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Í gær

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum
Fréttir
Í gær

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Í gær

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“