fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Egill gáttaður á Morgunblaðinu – „Þetta er það vitlausasta sem ég hef lesið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er heldur betur ósáttur við Morgunblaðið í dag, en þar birtist grein eftir Gústaf Adolf Skúlason, smáfyrirtækjaeiganda, þar sem Egill er harðlega gagnrýndur.

Gústaf bendir á grein sem Egill skrifaði á Facebook þann 14. febrúar þar sem Egill fjallar um réttarfarskerfi Bandaríkjanna í kjölfar þess að fráfarandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, var sýknaður af ásökunum um brot í starfi.

„Lýs­ir þessi lands­kunni starfsmaður RÚV yfir per­sónu­leg­um áhyggj­um af þessu „refsi­leysi“ Banda­ríkj­anna. Með færsl­unni birt­ir hann mynd af gálga og snöru sem verður ekki öðru vísi skil­in en sem til­laga hans að refs­ingu fyr­ir 45. for­set­ann svo áhyggj­um hans sem op­in­bers starfs­manns RÚV linni.“

Gústaf kallar skrif Egils hatursorðræðu sem sé ekki forsvaranleg af hálfu starfsmanns opinbers hlutafélags á borð við RÚV.

„End­ur­spegl­ar Eg­ill Helga­son mögu­lega af­stöðu stjórn­ar RÚV að hengja beri 45. for­seta Banda­ríkj­anna?

Eða af hvaða til­efni er op­in­ber starfsmaður RÚV að birta skoðun sína með slík­um hætti á sam­fé­lags­miðlum?“

Egill Helgason gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og svarar skrifunum í færslu á Facebook.

„Birtir Morgunblaðið hvaða rugl sem því berst? Þetta er eitthvað það vitlausasta sem ég hef lesið – að í lítilli færslu sem ég skrifaði um árásina á þinghúsið í Washington hafi ég hvatt til þess að fyrrverandi Bandaríkjaforseti yrði hengdur, sökum þess að með færslunni birti ég mynd af gálga sem stuðningsmenn Trumps reistu fyrir utan Capitol.
Ég meina það – hvílík della.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“