fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Dularfull gaslykt olli uppnámi í Vesturbænum – „Þetta er ekki boðlegt í miðju íbúðahverfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. september 2021 09:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tíma í gær fundu margir þunga gaslykt víða í Vesturbænum. Olli þetta áhyggjum hjá mörgum íbúum. Skýringar fengust á lyktinni en ekki eru allir sáttir við þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð.

Fjallað er um málið í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook.

„Veit einhver upprunann af þessari gasalegu gaslykt sem liggur yfir hverfinu? Ég er við Suðurgötu við flugvöllinn – lyktin hefur komið og farið síðasta sólahringinn,“ spurði kona sem hóf umræðuna.
Svör bárust frá starfsmanni Raunvísindadeildar HÍ sem birti eftirfarandi tilkynningu:
„Í VRI við Hjarðarhaga er verið að framkvæma efnahvarf sem mun vera í gangi um helgina (frá föstudegi og fram á sunnudag). Í þessu hvarfi er eitt af hvarfefnunum afar lyktarsterkt en umbreytist í efnahvarfinu og verður lyktarlaust. Ef að það finnst gaslykt þá kemur hún frá þessu efni, sem er einmitt sett er í própan gas svo að lykt finnist af gasinu. Efni þetta er hættulaust.“
Lyktin hefur verið að koma og fara og gæti það ástand varað fram eftir degi í dag. Óánægjuraddir heyrast vegna þessa:
„Eruð þið með uppáskrifaða og undirskrifaða lögveitingu um að mega sleppa þessu efnahvarfi út í andrúmsloftið yfir allt íbúðarhverfi vesturbæjar án þess að senda tölvupóst á alla íbúa vesturbæjar og fá samþykki okkar fyrir þessum óþægindum? Ég vil að sú uppáskrift og undirskrift séu birt hér á grúppunni frá ykkur. Ef þú ert ekki með það þá er þetta ekki löglegt. Þetta mál mun þá þurfa að fara í hendur fagaðila. Þetta eru mjög ófagmannleg vinnubrögð hjá ykkur gagnvart íbúum vesturbæjar.“
„Þetta var mjög sterkt á Fálkagötu, mikil lykt, safnaðist fyrir í íbúð og bílum, þétt gasbragð í munni og óþægileg upplifun fyrir alla í kring um mig. Þetta var alveg meira en maður myndi kalla eðlilegt magn í andrúmslofti,“ segir annar íbúi.
Fólk greinir ennfremur frá því að það hafi snúið við úr gönguferð vegna lyktarinnar og ekki hætt sér út með börn sín.
Ekki hafa borist frekari svör frá Raunvísindadeild HÍ vegna málsins en í tilkynningunni kom skýrt fram að efnið væri hættulaust.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði