Kabul flugvöllur virðist opinn á ný eftir að Bandaríkjaher slaufaði öllu flugi til og frá flugvellinum í gær. Þúsundir Afgana höfðu þá rutt sér leið inn á flugbrautirnar með hræðilegum afleiðingum. Hundruð reyndu að þvinga sér inn í flugvélar sem stóðu á brautinni og náðust myndbönd af íbúum Kabul hlaupa á eftir herflutningavélum flughers Bandaríkjanna er þær hófu sig til flugtaks. Einhverjum tókst að hanga utan á vélunum á meðan á flugtaki stóð og náðist það á mynd er að minnsta kosti sumir þeirra hrundu til jarðar úr mikilli hæð. Myndbandið er hér að neðan, en rétt er að benda á að það er ekki fyrir viðkvæma.
Þá náðist neðangreind mynd af stútfullri C-17 herflutningavél Bandaríkjahers á Kabul flugvelli. Talið er að um 700 manns séu um borð, sem er um sjöföld flutningageta í hausum talið. Vélin getur þó flutt töluvert meiri þyngd, en C-17 flutningavélar flughersins eru einar þær allra stærstu í heiminum og eru gjarnan notaðar til þess að flytja níðþung stríðstól Bandaríkjahers um heim allan.
This image obtained by Defense One shows hundreds of people packed inside one plane as thousands of Afghans rush to the Kabul airport trying to flee the country. https://t.co/AnOa6zTPfN pic.twitter.com/PtXj9z47uJ
— ABC News (@ABC) August 17, 2021
CNN greindi þá frá því í morgun að flugvél franska flughersins lenti á flugvellinum í Kabul nú fyrir skömmu með sérsveitum franska hersins. Mun vélin koma til með að ferja franska ríkisborgara burt frá Afganistan. Franska sendiráðið í Afganistan sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twitter að verið væri að framkvæma nauðsynlega aðgerð til þess að vernda líf og heilsu franskra ríkisborgara og þeirra sem starfað hafa með þeim í Afganistan.
Í nótt fóru jafnframt sögur á kreik um að yfirmaður bandaríska sendiráðsins væri farinn úr landi brott, en í yfirlýsingu á Twitter þvertók Ross Wilson fyrir það.
Contrary to false reports, @USEmbassyKabul staff & I remain in #Kabul working hard to help 1000s of U.S. citizens and vulnerable Afghans & continuing engagement here. Our commitment to the Afghan people endures.
— Chargé d’Affaires Ross Wilson (@USAmbKabul) August 17, 2021
Oh my God.
Desperate Afghans are hanging on the plane tires and falling from the sky near the Kabul airport pic.twitter.com/OhIscfDNWd
— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) August 16, 2021