Landhelgisgæslunni barst í kvöld tilkynning um bólstra sem áttu að hafa sést yfir hafinu vestur af Krýsuvíkurbergi. Var Varðskipið Þór sent á vettvang til að kanna svæðið með þann möguleika í huga að neðansjávargos sé hafið.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur órói ekki greinst í mælingum vísindamanna.
Björgunarsveitir hafa ekki verið kallaðar út vegna málsins.
Óljóst er hvað veldur bólstrunum en neðansjávargos er ekki útilokað.
Uppfært kl. 00:03 – Samkvæmt frétt RÚV eru engin merki um gos á hafsbotninum fyrir utan Krýsuvíkurberg. Þetta leiðir könnunarleiðangur með varðskipinu Þór um svæðið í ljós.