fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 09:58

Á þessari mynd er ekki sveitarstjórinn Bragi heldur Einar J. Skúlason, forvígismaður Gönguhátíðar á Súðavík. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, féll í á og slasaðist, á Gönguhátíðinni í Súðavík. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður en er úr leik á gönguhátíðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forvígismanni hátíðarinnar, Einari Skúlasyni. Þar segir ennfremur að hátíðin haldi áfram án sveitarstjórans og gangi vel. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Sveitarstjórinn slasaðist en dagskráin heldur áfram!

Gönguhátíðin í Súðavík er haldin í ótrúlegri veðurblíðu og þriðja daginn í röð er hitinn að ná í 20 stigin. Dagskráin hefur gengið vel, en þú varð áfall á fimmtudagskvöld þegar Bragi sveitarstjóri datt við ána í þorpinu og slasaðist og þó að það hafi farið betur en á horfðist þá er hann úr leik á gönguhátíðinni. Það er miður enda ætlaði hann í allar göngurnar og aðstoða við leiðsögn. Anna Lind skólastjóri Súðavíkurskóla mun hins vegar leiða flestar göngurnar og vaskur hópur aðstoðar hana. Fjöldi fólks mætti að brennunni við sjávarsíðuna í gærkvöldi og dagsgangan úr Önundarfirði fór vel fram þrátt fyrir mikinn hita.

Í morgun fór ríflega 20 manna hópur af stað í göngu yfir Súðavíkurfjallið, síðdegis kl. 17 verður söguganga um Súðavík og í kvöld verður útidansleikur við Raggagarð.

Í fyrramálið verður dagsganga að Galtarvita um Bakkaskarð. Svo verður ganga í Valagil kl. 11 og Ögurganga kl. 12. Um kvöldið verður alþjóðleg matarveisla með réttum frá Portúgal, Tælandi, Búlgaríu, Noregi og Þýskalandi.

Á mánudagsmorgun verður svo hin árlega morgunganga á Kofra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“