Í gæt greindust 12 einstaklingar með Covid-19 smit innanlands, af þeim voru 5 í sóttkví. Þá greindust einnig 12 einstaklingar með Covid-10 á landamærunum en ekki er enn vitað hvert hlutfall bólusettra er í þeirri tölu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum.
Líkt og undanfarna daga stendur smitrakning enn yfir, eftir daginn í gær eru nú 340 manns í sóttkví en 97 eru í einangrun. Búast má við því að ennþá fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag.