Íslenska ríkið hefur borgað 1,1 milljarð við kaup á bóluefnum við Covid-19. Pfizer og AstraZeneca eru þau bóluefni sem stærstur hluti kostnaðarins fór í, en minnstur kostnaður fór í kaup á Janssen, þó að 20 prósent bólusettra hafi fengið það efni. Helmingur skammtana af Janssen fengust þó í láni frá Svíþjóð. Stundin greinir frá þessu.
AstraZeneca er ódýrasta bóluefnið af þeim sem notuð voru hér á landi. Ísland keypti skammta af bóluefninu fyrir 35 milljónir króna og hefur bólusett með 112 þúsund skömmtum. Því má reikna að hver skammtur hafi kostað um það bil 370 krónur.
Í svipuðum útreikningum kemur fram að einn skammtur af bóluefni Janssen kosti þúsund krónur og Pfizer 2.150 krónur. Moderna er langdýrast, en skamturinn af því kostar 13.500 krónur.