fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Í mál við Vörð tryggingar eftir örlagaríkt atvik – Eiginkonan missti stjórn á bílnum og lenti á ljósastaur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. júlí 2021 19:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður frá Víetnam hafði verið búsettur á Íslandi í tæpt ár er hann lenti í alvarlegu umferðarslysi. Atvikið átti sér stað þann 3. maí árið 2018. Maðurinn var farþegi í framsæti bílsins en eiginkona hans sat undir stýri. Á meðan maðurinn var hálfsofandi missti konan stjórn á bílnum og ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesveg. Var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Eftir slysið var hann metinn með 12% varanlega örorku. Ekki var ágreiningur um að tryggingafélagið Vörður tryggingar væri bótaskylt í málinu en ágreiningur var um upphæð bótanna og hvað skyldi miða við þegar áætluð væru framtíðarlaun mannsins. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómur kveðinn upp í dag, föstudaginn 16. júlí.

Tekist var á um 7. grein skaðabótalaganna en hún inni heldur þrjár eftirfarandi málsgreinar:

 [Árslaun til ákvörðunar bóta skv. 6. gr. skulu teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.
 Árslaun skulu þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla má að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–2. mgr. skal ekki miða við lægri árslaun en tilgreint er í þessari töflu:“

Í töflunni sem vísað er til er miðað við árstekjur upp á aðeins 1,2 milljónir króna fyrir 66 ára og yngri.  Víetnamski maðurinn sagði að miða ætti við aðra málsgrein lagagreinarinnar, þar sem kveðið er á um að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og meta þurfi framtíðar árslaun með öðrum hætti en að miða við laun undanfarinna ára. Taldi maðurinn að vegna menntunar sinnar, sem hann hafði ekki fengið starf við samkvæmt í heimalandinu, ætti að miða við hærri framtíðartekjur en tekjur hans undanfarin ár.

Félagið vildi áætla framtíðartekjur miðað við þriðju málsgreinina og áætla manninum mjög lágar tekjur, langt undir lágmarkslaunin. Rökstuðningurinn var sá að maðurinn hefði eingöngu búið á landinu tæpt ár og hafið störf fyrst mánuði fyrir slysið. „Það er því álit félagsins að tjónþoli hafði ekki markað sér ákveðinn starfsvettvang hér á landi þegar slysið varð og að tekjur hans hér á landi fyrir slys gefi því ekki rétta mynd af líklegum framtíðartekjum hans,“ segir í tölvupósti sem tryggingafélagið sendi lögmanni mannsins.

Maðurinn fékk atvinnuleyfi á Íslandi vorið 2018 og fékk þá vinnu í fiskverslun. Honum var sagt upp því starfi í febrúar 2020 og fékk hann þá vinnu hjá bílaumboði. Telur dómurinn að maðurinn hafi markað sér starfsvettvang hér á landi sem verkamaður.

Maðurinn taldi eðlilegt að miða framtíðartekjur og þar með framtíðartekjutap vegna örorku við meðallaun fullvinnandi launþega hér á landi slysaárið 2018 samkvæmt launatöflum Hagstofunnar. Í öllu falli ætti ekki að miða við lægri tekjur en meðaltekjur verkamanna, og var á því byggt til vara. Til þrautavara byggði stefnandi á því að miða ætti við tekjur hans í því starfi sem hann hafi sinnt hjá fiskversluninni.

Dómurinn féllst á þrautavarakröfu mannsins og taldi að miða ætti við laun hans hjá fiskversluninni.

Niðurstaðan var sú að maðurinn ætti að fá 10.654.146 kr. frá Verði tryggingum að viðbættum dráttarvöxtum en að frádeginni innborgun sem hann hafði fengið frá tryggingafélaginu, sem hafði greitt honum tæplega fimm og hálfa milljón í samræmi við mat tryggingafélagsins á því hvað honum bæri. Einnig þarf Vörður að greiða manninum 1,4 milljónir í málskotnað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“