fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

„Ef þessi að­ferð er sam­þykkt getur hver sem er fyrirhafnarlaust rústað mann­orði hvers sem er“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verða allar sögurnar sem birtust nafnlaust á TikTok-síðu Öfga er vörðuðu meint kynferðisbrot Ingólfs Þórarins­sonar, Ingó Veðurguðs, kærðar til lögreglu, heldur einungis tíu þeirra. Þær sögur sem verða kærðar varða hátt­semi sem varðað getur þungri fangelsis­refsingu. Frá þessu greinir Fréttablaðið í morgun.

Sögurnar sem um ræðir varða meðal annars nauðgun, nauðgunartilraun. líkamlegt ofbeldi og þá er Ingó sakaður um að óviðeigandi, og jafnvel ólöglega hátt­semi gagnvart börnum eða ung­mennum undir lög­aldri.

Haft er eftir Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni, lögmanni Ingólfs, að mikill munur sé á reynslu­sögum varðandi ó­þægi­lega upp­lifun eða ásökunum um alvarleg kynferðisbrot: „Það er grund­vallar­munur á reynslu­sögum um ó­þægi­lega upp­lifun og á­sökunum um svívirði­leg af­brot, svo sem nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn börnum,“

Vilhjálmur heldur áfram. Hann segir að málið sé bæði aðför að frið­helgi einka­lífs og æru Ingós, og líka sjálfu réttar­ríkinu. Hann heldur því fram að ef aðferðin sem var notuð til að koma sögunum um Ingó á framfæri verði samþykkt verði afleiðingin sú að hver sem er geti eyðilagt mannorð hvers sem er.

„Það að hópur fólks hafi á­kveðið að beita fyrir sig slag­krafti sam­fé­lags­miðla og ráðast á um­bjóðanda minn með nafn­lausum ósönnum á­sökunum um al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn börnum og nauðganir, er ekki bara gróf að­för að frið­helgi einka­lífs og æru um­bjóðanda míns, heldur líka réttar­ríkinu. Því ef þessi að­ferð er sam­þykkt getur hver sem er fyrir­hafnar­laust rústað mann­orði hvers sem er í skjóli nafn­leyndar. Þess vegna voru höfundar þessara nafn­lausu ó­sönnu sagna um al­var­leg kyn­ferðis­brot umbjóðanda míns kærðir til lög­reglu en annað látið liggja á milli hluta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“