fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ágústa með skilaboð til „fulla gaursins“ sem spyr: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. júlí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, félagsfræðingur, minnir á það að stór munur sé á því að daðra og beita kynferðislegri áreitni í pistli sem hún birti hjá Vísi.

Ágústa bendir á að í tengslum við umræðuna um Ingó Veðurguð síðustu virðist þurfa að rifja það upp að töluverður munur er á milli þess að daðra við einhvern og svo að kynferðislega áreita. Ung kona hafi stigið fram og greint frá því hvernig Ingólfur hafi áreitt hana í veislu.

„Viðbrögðin í athugasemdakerfunum voru fyrirsjáanleg. Spurt var hvaða kona hefði ekki orðið fyrir áreiti á skemmtistað og ekki ætti að gera úr því fréttaefni. Þá var spurt hvort konur ættu að hrúgast í fjölmiðla til að segja frá því að einhver hafi farið undir pilsið hjá þeim á balli fyrir mörgum árum. Auk þess var hæðst að útliti ungu konunnar og komið inn á gamlar mýtur um nauðganir eins og hversu drukknar stúlkur voru er áreitið átti sér stað.“

Litið á áreitni sem eðlilegan fylgifisk

Ágústa bendir á að í gegnum tíðina hafi bæði konur og karlmenn verið áreitt í skemmtanalífinu.

„Litið hefur verið á káf á rasskinnum og brjóstaklípingar sem eðlilegan fylgifisk þess að fara út að skemmta sér. Svo fara allir hressir á Hlöllabáta á eftir.“

Bendir Ágústa á það að kynferðisleg áreitni hafi í gegnum tíðina verið svo algeng að margir líta hana sem eðlilegan hlut, það sé áreitni þó aldrei.

„Svo er það fulli gaurinn. Gæinn sem mætir allt of drukkinn á djammið eða í partý og áreitir stóran hóp af þeim konum sem er staddur þar fyrir. En heldur að hann sé að reyna við þær með því að klípa í brjóstin á þeim. yfirleitt er þetta gaurinn sem konum er sagt að passa sig á því hann eigi það til að vera svolítið óþægilegur þegar hann er í glasi. Svo mætir hann í athugasemdakerfi netmiðlana í miðri  #metoo bylgju og spyr hneykslaður: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“

Jú vinur, þú mátt reyna við eins margar konur og þú villt. Um hverja einustu helgi. Höfum samt á hreinu að það er stór munur á því að reyna við einhvern og daðra eða að áreita einhvern kynferðislega. Þessi fyrirbæri gætu ekki verið ólíkari. Þegar þú ert að daðra við einhvern þá er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum sem vilja skoða málin nánar, þróa kinnin meira og detta mögulega í skemmtistaðasleik.“

Æi hann var svo ungur

Kynferðisleg áreitni sé þó óviðeigandi hegðun í óþökk þess sem fyrir henni verður. Um er að ræða hegðun sem getur verið ógnandi, móðgandi og/eða niðurlægjandi. Munurinn á daðri og áreitni ætti því að vera öllum ljós.

Engu að síður séu margir tilbúnir að afsaka þá sem áreita aðra kynferðislega.

„Æi hann var svo ungur, hann var svo drukkinn, eða þá að versta afsökunin af þeim öllum er notuð: þetta hefur alltaf verið svona og við því er ekkert að gera.“

Ágústa bendir á að samtímis því sem samfélagið afsakar þá sem áreita aðra kynferðislega þá sé verið aðs enda konum skilaboð um hvernig þær geti komið ív eg fyrir áreitni eða því að verða fyrir nauðgun. Frekar en að beina því til þeirra sem áreita að láta af þeirri hegðun.

„Ekki drekka of mikið. Ekki klæða þig eins og drusla. Ekki daðra við annan hvern mann. Ekki skilja glasið þitt eftir svo hægt sé að setja eitthvað í það. Ekki gera þetta. Ekki gera hitt.

Þeir sem gætu áreitt annað fólk kynferðislega (konur og karlar) fá hins vegar ekki skilaboð um að sleppa öllu áreiti með sér út á galeiðuna. Skilaboð eins og að klípa ekki í brjóst. Klípa ekki í rassa. Ekki vaða með hendurnar í klofið á fólki. Ekki haga þér eins og fáviti þó þú sért komin í glas. Ekki vera óviðeigandi í samskiptum.“

Kynferðisleg áreitni er brot gegn hegningarlögum, og í dag erum við meðvituð um það og látum ekki bjóða okkur slíkt lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“