fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum – „Þetta er bara alls ekki búið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 11:20

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir eru mættir aftur til leiks á fyrsta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í tæplega fimmtíu daga. Landsmenn vissu þegar til fundarins var boðað í gær að það vissi ekki á gott.

„Ástæðan fyrir því að við köllum til þessa upplýsingafundar í dag er sú að við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við COVID-19,“ segir Þórólfur.

Hann rak stöðu faraldursins hér innanlands undanfarið eftir að takmörkunum var aflétt en nokkuð hefur fjölgað í greindum tilvikum COVID-19 undanfarna daga, þá einkum meðal einstaklinga sem eru fullbólusettir.

„En hvernig hefur svo gengið hér frá 1. júlí eða síðustu mánaðamótum? Ef við skoðum þróunina síðustu daga þá höfum við verið að sjá talsverða aukningu í smitum innanlands undanfarið sem rekja má í flestum tilvikum til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu.“

Þórólfur bendir á að af þeim tíu sem greindust innanlands í gær hafi fimm verið í sóttkví og allir tíu eru fullbólusettir. Af þeim 23 sem greinst hafa innanlands síðan í mánaðarbyrjun eru 17 fullbólusettir. Allt tiltölulega ungir einstaklingar á aldrinum 20-50 ára.

Um fjörtíu hafa greinst á landamærunum í júlí. „Ég tel fyllstu ástæðu að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem við erum að sjá,“ segir Þórólfur en hann er þó ekki með tilbúnar tillögur að hertum aðgerðum en óttast að þurfa að grípa til þess ef þróun síðustu daga heldur áfram.

Þórólfur bendir á að faraldurinn er ekki búinn – „Þetta er bara alls ekki búið“

Hann segir bóluefni ekki virka eins vel og vonir stóðu til „Það er hins vegar klárt að auðvitað er virknin af bóluefnunum ekki eins góð og maður hefði vonast til. Það er að segja flest bóluefni eru þannig að þau komi í veg fyrir smit hjá nánast 100-95% þeirra sem eru bólusettir“

„Við erum að sjá það gerast að bóluefnið kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar,“ segir Þórólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum