fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Lögmaður segir Villa Vill beita óskiljanlegri taktík

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 09:57

Ingó Veðurguð og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að taktíkin sem Villi Vill notast við sem lögmaður Ingólfs Þórarinssonar, Ingós Veðurguðs, sé tilgangslaus og óskiljanleg. Villi Vill hefur sent fimm einstaklingum kröfubréf, ýmist vegna ummæla eða blaðaskrifa, um Ingó Veðurguð.

Forsagan er sú að á TikTok-síðu Öfga birtust 20 nafnlausar sögur um ákveðinn tónlistarmann en aldrei var tekið fram hver þessi tónlistarmaður væri. Hins vegar eiga þeir blaðamenn sem hafa fengið kröfubréf að hafa tengt nafn Ingós við þessar sögur. Blaðamennirnir sem um ræðir eru Kristlín Dís Ingilínardóttir hjá Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir hjá DV.

Aðrir sem hafa fengið sent eða munu fá sent kröfubréf eru Sindri Þór Hilmars-Sigríðarson, Edda Falak og Ólöf Tara Harðardóttir. Þau fá bréf fyrir ummæli sem þau skrifuðu á samfélagsmiðlum.

Sævar segir að í öllum svipuðum málum og þessu hefur lögreglan vísað kæru frá og litið svo á að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða. Hann segir að Villi ætti að vita þetta og því sé þetta tilgangslaus taktík.

Ólíklegt er að einstaklingarnir fimm munu greiða Ingó og hafa þau flest nú þegar gefið út að þau láti hann ekki fá krónu úr sínum vasa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum