Tilkynnt var um þjófnað á hlaupahjóli úr fjölbýlishúsi i vesturhluta borgarinnar og er málið í rannsókn.
Maður var sleginn fyrir utan öldurhús í miðborginni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand hans.
Tilkynnt var um bílveltu í nótt í austurhluta borgarinnar. Tveir voru í bílnum. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot á heimili og er málið í rannsókn.